Umsóknarferli
Sjúkraþjálfun í heimahúsum er ætluð fólki sem ekki á heimangengt heilsu sinnar vegna.
Lögum samkvæmt er „beiðni um heimasjúkraþjálfun“ sem skrifuð er af lækni alltaf forsenda heimasjúkraþjálfunar. Allir læknar geta skrifað beiðni um heimasjúkraþjálfun.
Algengast er að læknar starfandi á sjúkrahúsum og heilsugæslulæknar skrifi beiðni og óski eftir heimasjúkraþjálfun en aðrir sérfræðingar gera það einnig.
Þegar beiðni hefur verið útveguð er haft samband við þjónustustjóra Heimasjúkraþjálfunar sem tekur á móti upplýsingum og svarar fyrirspurnum í síma 8604080.
Reynt er að hafa biðtíma eftir heimasjúkraþjálfun eins stuttan og mögulegt er.
Beiðnir um heimasjúkraþjálfun sendast til:
Heimasjúkraþjálfun,
Pósthólf 10035
110 Reykjavík