Markmið

Með heimasjúkraþjálfun er átt við sjúkraþjálfunarmeðferð í heimahúsi fyrir einstakling sem er þannig líkamlega á sig kominn að hann kemst ekki í meðferð á sjúkraþjálfunarstofu. Sjúklingar á öllum aldri geta haft  gagn af heimasjúkraþjálfun.

Heimasjúkraþjálfarar leggja áherslu á góð og fagleg vinnubrögð á sviði endurhæfingar og þjálfunar.

Markmið með heimasjúkraþjálfun geta verið mjög ólík frá einum einstaklingi til annars þó aðaláherslan sé jafnan á hæfingu eða endurhæfingu. Eftir viðtal, skoðun og greiningu setur heimasjúkraþjálfari upp einstaklingsmiðaða  þjálfunaráætlun sem hann svo endurskoðar eftir þörfum.

Þjálfunaráætlun getur meðal annars innihaldið markmið um að:

  • Auka vöðvastyrk, þol, göngugetu, liðleika og stöðugleika.
  • Minnka þreytu, mæði, slappleika, eymsli, verki og streitu.
  • Bæta líkamsstöðu, líðan, samhæfingu og  jafnvægi.
  • Auk leiðbeininga, fræðslu og  kennslu eftir þörfum.

Heimasjúkraþjálfarar leggja jafnan áherslu á að þjálfa og viðhalda bestu hreyfifærni og sjálfsbjargargetu svo að fólk geti búið sem lengst heima og annast sig sjálft.