UM FÉLAGIÐ
Heimasjúkraþjálfun, félag heimasjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu, var stofnað þann 29. maí 2015 af sautján sjúkraþjálfurum sem hafa heimasjúkraþjálfun að aðalstarfi.
Markmið félagsins er að halda utan um heimasjúkraþjálfun á höfuborgarsvæðinu.
Fyrsta beiðnin um sjúkraþjálfun í heimahúsi var skrifuð árið 1993. Síðan þá hefur eftirspurn farið mjög vaxandi. Eykst hún í réttu hlutfalli við fjölgun aldraðra, fatlaðra og sjúkra sem geta ekki nýtt sér endurhæfingu utan heimilis.
Innan félagsins starfar stjórn, framkvæmdastjóri og þjónustustjóri.
Þjónustustjóri:
Sigurbjörg Júlíusdóttir sjúkraþjálfari, tekur á móti óskum um heimasjúkraþjálfun og hefur milligöngu um að viðkomandi fái sjúkraþjálfara.
Stjórn félagsins:
Sigurbjörg Júlíusdóttir formaður
Jakobína Edda Sigurðardóttir gjaldkeri
Elín S. Jónsdóttir ritari
Ásdís Magnúsdóttir meðstjórnandi
Birna Aubertsdóttir meðstjórnandi