Hjálpartæki
Heimasjúkraþjálfarar meta þörf sjúklinga fyrir hjálpartæki og fylla út beiðnir um hjálpartæki til Sjúkratrygginga Íslands, oft í samráði við stoðtækjafræðinga, iðjuþjálfa og hjúkrunarfræðinga.
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í greiðslu vegna nauðsynlegra hjálpartækja í samræmi við reglugerðir.
Algeng hjálpartæki sem heimasjúkraþjálfarar sækja um eru:
Stafir, hækjur, göngugrindur, hjólastólar, upphækkunarsessur í stóla, salernisupphækkun með eða án arma, stuðningsstöng við rúm, snúningslak og margt fleira.