Markmiðið alltaf að koma heil heim(mbl.is 11.mars 2019)

Inga Dagmar í sínu náttúrulega umhverfi uppi á fjalli.
Inga Dag­mar í sínu nátt­úru­lega um­hverfi uppi á fjalli. Ljós­mynd/​Aðsend

Inga Dag­mar Karls­dótt­ir er sjúkraþjálf­ari sem starfar hjá Land­spít­al­an­um og Heima­sjúkraþjálf­un á virk­um dög­um.

Um helg­ar má oft­ar en ekki finna hana uppi á fjöll­um, þá annaðhvort á fjalla­skíðum eða á göngu þar sem hún sinn­ir göngu­leiðsögn und­ir merkj­um Herðubreiðar, en það er fyr­ir­tæki henn­ar sem sér­hæf­ir sig í ferðaskipu­lagn­ingu. „Ég hef alla tíð verðið mikið á skíðum frá því ég var ung­ling­ur. Þegar ég var 17 ára göm­ul fór ég í Hjálp­ar­sveit skáta í Reykja­vík og byrjaði að stunda úti­vist af full­um krafti og þá var ekki aft­ur snúið. Við skíðuðum rosa­lega mikið í Hjálp­ar­sveit­inni og fór­um út um allt á ut­an­braut­ar­göngu­skíðum hvort sem það var upp á Hvanna­dals­hnúk, yfir Vatna­jök­ul eða inn á há­lendið. Í mörg ár var ég ein­göngu á Telemark-skíðum af því að mér þótti það frek­ar kúl. Síðar ákvað ég að prófa fjalla­skíði og síðan þá hef­ur fjalla­skíðamennska verið mín ástríða,“ seg­ir Inga Dag­mar.

Eina stelp­an á Íslandi

Ástríðan ýtti henni áfram á fjalla­skíðabraut­ina og fór Inga Dag­mar smám sam­an að bæta við sig þekk­ingu sem þurfti til að geta skíðað og kennt öðrum af ör­yggi, því hætt­urn­ar leyn­ast víða í þess­ari íþrótt. „Ég vann lengi vel fyr­ir Íslenska fjalla­leiðsögu­menn og hafði alltaf langað til að fara að leiðsegja fjalla­skíðaferðir vegna þess að mér þótti það bæði heill­andi og skemmti­legt. En það krefst fagþekk­ing­ar.  Hjá Fjalla­leiðsögu­mönn­un­um bauðst mér að fara á al­vörusnjóflóðanám­skeiðið Level 1. Í kjöl­farið á því fór ég að sækja mér meiri mennt­un á sviði skíðaleiðsagn­ar og tók tvö sér­hæfð nám­skeið hjá Fé­lagi ís­lenskra fjalla­leiðsögu­manna sem heita Skíðaleiðsögn 1 og 2 . Það eru mikl­ar for­kröf­ur til að kom­ast inn á þessi nám­skeið enda eru þau líka mjög krefj­andi. Maður er meðal ann­ars met­inn í skíðafærni, leiðar­vali, staðar- og veðurþekk­ingu, hóp­stjórn­un, áhættu­stýr­ingu, sprungu­björg­un, mati á snjóflóðahættu, ýla­leit og kennslu ásamt fullt af öðrum þátt­um skíðaleiðsagn­ar. Þegar upp var staðið voru þetta frá­bær nám­skeið og góð reynsla. Þekk­ing­in sem ég fékk ýtti mér af stað. Lík­lega er ég eina stelp­an a Íslandi sem hef klárað þessi nám­skeið enn sem komið er. Mér finnst líka mjög gef­andi og gam­an að kenna fólki að taka sín fyrstu skref í fjalla­skíðamennsku.“

Hættur geta leynst víða á fjöllum og því borgar sig ...
Hætt­ur geta leynst víða á fjöll­um og því borg­ar sig að fara var­lega. Ljós­mynd/​Aðsend

Hætt­ur leyn­ast víða

Inga Dag­mar fann að áhugi á íþrótt­inni var sí­fellt meiri og mik­il spurn eft­ir kennslu og þjálf­un, og þá sér­stak­lega á Suður­land­inu. Í kjöl­farið stofnaði hún fyr­ir­tækið Fjalla­skíðun þar sem ein­stak­ling­ar og hóp­ar geta sótt nám­skeið og í þá þekk­ingu sem Inga Dag­mar býr yfir. „Eft­ir að ég gerði sam­starfs­samn­ing við Fjalla­kof­ann í fyrra gerði það mér kleift að opna heimasíðu fyr­ir fyr­ir­tækið, þetta allt sam­an hef­ur hjálpað mér mikið og hvatt áfram.“

Inga Dag­mar seg­ir hætt­ur leyn­ast víða ef ekki er vel að gáð og því borgi sig að fara vel þjálfaður á fjöll. „Það get­ur verið hættu­legt að skíða ut­an­braut­ar ef maður þekk­ir ekki um­hverfið og get­ur ekki lesið í aðstæður eins og snjóflóðahættu, mjög mik­inn bratta í fjall­lendi eða sprung­ur á jökli. Ég segi hik­laust að þeir sem hafa áhuga á að fara út í fjalla­skíðamennsku verði fyrst að geta skíðað í flest­öll­um brekk­um skíðasvæða áreynslu­laust og í breyti­leg­um snjóaðstæðum. Það er mun erfiðara að skíða ut­an­braut­ar en í troðinni braut, erfiðara en marg­ir halda. Það er líka mjög mik­il­vægt að vera í góðu lík­am­legu formi og að maður geti verið á skíðum all­an dag­inn án þess að ör­magn­ast,“ seg­ir hún og bæt­ir við að það sé mjög mik­il­vægt að  fara í fjalla­skíðaferðir með reynd­um leiðsögu­manni hafi maður ekki þessa þekk­ingu sjálf­ur.

Í brekkum sem þessari er gott að vera þrautþjálfaður á ...
Í brekk­um sem þess­ari er gott að vera þrautþjálfaður á fjalla­skíðum. Ljós­mynd/​Aðsend

Fram und­an er vertíð

Á Íslandi er að finna heil­mikið af spenn­andi stöðum til að stunda fjalla­skíðin og fyr­ir þá sem eru komn­ir lengra í íþrótt­inni mæl­ir Inga Dag­mar hik­laust með Super Troll Race á Sigluf­irði. „Mjög skemmti­legt mót og virki­lega vel að því staðið í frá­bæru um­hverfi. Það er alltaf gam­an að fara aðeins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann. Svo er Trölla­skag­inn og norðan­vert Snæ­fells­nes í al­geru upp­á­haldi hjá mér. Þar er að finna fjöl­breytt­ar og skemmti­leg­ar skíðabrekk­ur í stór­kost­legu um­hverfi.“

Fram und­an er vertíð hjá Ingu Dag­mar enda besti tím­inn til fjalla­skíða á vor­in. „Í vor er ég á fullu með fjalla­skíðahóp­inn minn sem heit­ir Skíðatopp­ar og við för­um í marg­ar skemmti­leg­ar skíðaferðir og end­um tíma­bilið í maí á því að fara norður á Trölla­skag­ann, í fjalla­skíðap­ara­dís­ina sem verður topp­ur­inn hjá mér.“