Alzheimer sjúkdómur (tekið af vef Alzheimersamtakanna 29.01.2017)
Alzheimerssjúkdómur er taugahrörnunarsjúkdómur og algengasta orsök heilabilunar. Alois Alzheimer var þýskur læknir sem árið 1906 lýsti einkennum sjúkdómsin fyrstur manna og sýndi hann jafnframt fram á mjög einkennandi breytingar í heila sjúklingsins. Sjúkdómurinn er algengastur hjá eldra fólki, en yngri einstaklingar geta líka veikst. Einkenni Alzheimerssjúkdómsins koma hægt og smjúgandi og geta verið afar óljós […]